Áfram krakkar Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2018 07:30 Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun