Handbolti

Selfoss fer til Póllands í þriðju umferðinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar þurfa að komast í gegnum pólskt lið.
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar þurfa að komast í gegnum pólskt lið. vísir/ernir
Selfoss mætir pósla liðinu KS Azoty-Pulawy í þriðju umferð EHF-bikarsins í handbolta en dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í morgun.

Selfoss hefði getað mætt stórliðum á borð við Kiel eða Füchse Berlín en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar komu upp úr skálinni í næstu viðureign og mæta Drammen frá Noregi.

Azoty-Pulawy er sem stendur í fjórða sæti pólsku úrvalsdeildarinnar en það er búið að vinna sex leiki af sjö í deildinni og virðist vera mjög sterkur andstæðingur.

Selfyssingar gerðu frábærlega í að koma sér í þriðju umferðina með því að leggja toppliðið í Slóveníu samanlagt með þremur mörkum þannig miði er möguleiki fyrir lærisveina Patreks Jóhannessonar.

Liðin sem hafa betur í þessari þriðju umferð fara í riðlakeppni EHF-bikarsins sem er spilaður á sex helgum frá febrúar og fram til loka marsmánaðar en þangað hefur ekkert íslenskt lið komist frá því að keppnisfyrirkomulaginu var breytt.

Sem fyrr segir mætir Kiel liði Drammen frá Noregi, Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlín fá Íslendingaslag á móti Álaborg og Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG mæta Vojvodina frá Serbíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×