Byggjum fleiri íbúðir Sigurður Hannesson skrifar 17. október 2018 07:30 Engum dylst það ástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaði. Landsmönnum hefur fjölgað hraðar í góðæri undanfarinna ára en spáð var en íbúðum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Húsnæðisverð hefur hækkað umfram launaþróun síðustu ár, leiguverð hefur að sama skapi hækkað og erfiðara er fyrir nýja kaupendur að eignast sína fyrstu íbúð. Lausnin á þessum vanda er ljós. Eina raunhæfa leiðin til að bæta úr þessari stöðu er að byggja fleiri íbúðir, auka framboðið. Of fáar íbúðir voru byggðar á undanförnum árum. Á árunum 2010-2017 voru 2.400 íbúðir byggðar í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eða um 300 íbúðir á ári að meðaltali. Svipaða sögu má segja um önnur sveitarfélög. Í fyrra voru 6 nýir íbúar í landinu um hverja nýja íbúð og á árinu 2016 voru þeir 4. Þess vegna er uppsafnaður vandi og hefur Íbúðalánasjóður metið að þúsundir íbúða vanti á markaðinn til viðbótar við þær íbúðir sem þarf að byggja á hverju ári til að halda í við fjölgun landsmanna. Með einföldun á regluverki er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir. Hér á landi er ferli við byggingarframkvæmdir flóknara en á Norðurlöndunum, fleiri skref þarf að taka hér en þar. Þá gerir regluverkið ráð fyrir sömu kröfum hvort sem um ræðir einföld mannvirki eða flókin þegar kemur að byggingareftirliti. Þannig er sama ferli við að byggja einbýlishús og hátæknisjúkrahús svo dæmi sé tekið. Í öðrum löndum hefur verið tekið tillit til þessa og svo á einnig að gera hér á landi. Sveitarfélögin eiga að stuðla að uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Skipulagsmál eru eitt af mikilvægari málum sem sveitarstjórnir hafa á sinni könnu og þar með hafa sveitarfélögin talsvert um það að segja hvers konar íbúðir eru byggðar og hvar. Það segir sig sjálft að dýrar íbúðir eru ekki hugsaðar sem fyrstu kaup. Ráðast þarf að rótum vandans og byggja fleiri íbúðir. Það verður ekki gert nema með samhentu átaki ríkis, sveitarfélaga, byggingariðnaðar og aðila vinnumarkaðar. Iðnaðurinn er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Engum dylst það ástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaði. Landsmönnum hefur fjölgað hraðar í góðæri undanfarinna ára en spáð var en íbúðum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Húsnæðisverð hefur hækkað umfram launaþróun síðustu ár, leiguverð hefur að sama skapi hækkað og erfiðara er fyrir nýja kaupendur að eignast sína fyrstu íbúð. Lausnin á þessum vanda er ljós. Eina raunhæfa leiðin til að bæta úr þessari stöðu er að byggja fleiri íbúðir, auka framboðið. Of fáar íbúðir voru byggðar á undanförnum árum. Á árunum 2010-2017 voru 2.400 íbúðir byggðar í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eða um 300 íbúðir á ári að meðaltali. Svipaða sögu má segja um önnur sveitarfélög. Í fyrra voru 6 nýir íbúar í landinu um hverja nýja íbúð og á árinu 2016 voru þeir 4. Þess vegna er uppsafnaður vandi og hefur Íbúðalánasjóður metið að þúsundir íbúða vanti á markaðinn til viðbótar við þær íbúðir sem þarf að byggja á hverju ári til að halda í við fjölgun landsmanna. Með einföldun á regluverki er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir. Hér á landi er ferli við byggingarframkvæmdir flóknara en á Norðurlöndunum, fleiri skref þarf að taka hér en þar. Þá gerir regluverkið ráð fyrir sömu kröfum hvort sem um ræðir einföld mannvirki eða flókin þegar kemur að byggingareftirliti. Þannig er sama ferli við að byggja einbýlishús og hátæknisjúkrahús svo dæmi sé tekið. Í öðrum löndum hefur verið tekið tillit til þessa og svo á einnig að gera hér á landi. Sveitarfélögin eiga að stuðla að uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Skipulagsmál eru eitt af mikilvægari málum sem sveitarstjórnir hafa á sinni könnu og þar með hafa sveitarfélögin talsvert um það að segja hvers konar íbúðir eru byggðar og hvar. Það segir sig sjálft að dýrar íbúðir eru ekki hugsaðar sem fyrstu kaup. Ráðast þarf að rótum vandans og byggja fleiri íbúðir. Það verður ekki gert nema með samhentu átaki ríkis, sveitarfélaga, byggingariðnaðar og aðila vinnumarkaðar. Iðnaðurinn er tilbúinn.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar