Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 15:51 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Búist er við því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skili niðurstöðum um lykilþætti í rannsókn sinni á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa fljótlega eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Þrýstingur er sagður á honum að gefa út frekari ákærur eða ljúka rannsókninni ella.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að niðurstöðurnar sem Mueller muni skila tengist því hvort að skýrar vísbendingar hafi verið um að samráð hafi átt sér stað á milli Trump-framboðsins og rússneskra stjórnvalda fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á því. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókninni er sagður hafa þrýst á Mueller um að ljúka rannsókninni sem fyrst. Trump forseti hefur beitt Rosenstein sjálfan gríðarlegum þrýstingi undanfarna mánuði og fundið honum flest til foráttu, jafnt opinberlega sem á bak við luktar dyr. Ekki er þó víst að niðurstöður Mueller verði gerðar opinberar. Bloomberg segir ennfremur að jafnvel þó að Mueller sé tilbúinn að greina umsjónarmanni rannsóknarinnar frá einhverjum niðurstöðum sé ekki þar með sagt að hann hafi lokið rannsókn sinni.Gæti lagt stein í götu rannsóknarinnar eftir kosningar Lítið hefur spurst til rannsóknar Mueller undanfarnar vikur. Talið er að hann muni ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu haft áhrif á þingkosningarnar sem fara fram 6. nóvember. Engu að síður hefur á þriðja tug manna verið ákærðir eða játað sök í tengslum við rannsóknina. Þeirra á meðal eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri hans, Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðsins. Vangaveltur hafa verið um að eftir þingkosningarnar þegar muni Trump láta til skarar skríða gegn rannsókninni sem hann hefur lengi haldið fram að sé „nornaveiðar“. Þannig gæti hann stöðvað rannsóknina eða rekið Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Brotthvarf annars þeirra myndi leiða til þess að nýr maður tæki við umsjón rannsóknarinnar hjá dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00