Tindátaleikur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2018 11:00 Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér?
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar