Tindátaleikur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2018 11:00 Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun