„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 23:00 Margir hafa blandað sér í umræðu um veikindi Dags B. Eggertsson borgarstjóra, þar á meðal þingmennirnir Helga Vala og Kolbeinn Proppé. Hefur Helga vala gagnrýnt framgang Eyþórs Arnalds í málinu. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“ Braggamálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“
Braggamálið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira