Annað evrópskt lággjaldaflugfélag í þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2018 11:58 Cobalt hefur séð um flutninga til og frá Kýpur. Vísir/getty Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá. Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kýpverska lággjaldaflugfélagið Cobalt hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum frá og með deginum í dag. Flugfélagið, sem hafði flogið til og frá Kýpur frá árinu 2016, er á vef breska ríkisútvarpsins sagt gjaldþrota eftir að viðræður við mögulega fjárfesta fóru út um þúfur. Ekki er vitað hvað gjaldþrot flugfélagsins hefur áhrif á marga farþega en alls aflýsti Cobalt 18 flugferðum; níu til Larnaca-flugvallar á Kýpur og níu flugferðum frá vellinum. Alls flaug Cobalt til 23 áfangastaða í Evrópu auk þess sem það flaug til Austurlanda nær. Samgönguráðherra Kýpur greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins myndi greiða flugmiða fyrir farþega Cobalt, séu þeir strandaglópar vegna gjaldþrots flugfélagsins. Framtíð allra 200 starfsmanna Cobalt er sögð óljós á þessari stundu. Flugfélagið segist hafa flutt rúmlega 740 þúsund farþega á þeim 16 mánuðum sem Cobalt var starfrækt. Breska ríkisútvarpinu þykir ekki mikið til þess koma og segir í samanburði að stærsta flugfélag Evrópu, Lufthansa, hafi flutt um 130 milljón farþega á síðasta ári. Þá flutti hið íslenska WOW Air 413 þúsund farþega bara í ágúst síðastliðnum. Icelandair hefur á síðustu mánuðum verið að flytja rúmlega 500 þúsund manns á mánuði á milli áfangastaða. Þetta er annað evrópska lággjaldaflugfélagið sem leggur upp laupana á síðustu vikum. Í upphafi mánaðarins var greint frá því að hið íslensk-ættaða Primera Air hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og þá er rétt rúmt ár síðan að hið breska Monarch Airlines fór í þrot. WOW Air hefur að sama skapi barist í bökkum á undanförnum mánuðum, eins og ítarlega hefur verið greint frá.
Fréttir af flugi Kýpur Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Breska flugfélagið Monarch lagði upp laupana í nótt. 2. október 2017 07:20
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30