Einkunnabólga og þunglyndi háskólanema Björn Guðmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu?
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar