Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Óskar Reykdalsson og Emil L. Sigurðsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar