Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 07:15 Jón Steinar skrifar pistil í dag til að bregðast við ummælum sem hann sá um sig í hópnum Karlar gera merkilega hluti. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. Jón Steinar segist í grein í Morgunblaðinu í dag hafa fengið ábendingar um að hann væri töluvert til umfjöllunar í hópnum. Hann virðist hafa fengið innlit í það sem fram fór í hópnum í gegnum einhvern meðlim. Honum blöskraði umfjöllunin, gerði tilraun til að ræða við einn símleiðis sem létu ummælin falla, í von um útskýringar, en var tjáð að honum kæmi ekki við hvað sagt væri um hann í hópnum. Meðlimir hópsins hafa sitt að segja um Jón Steinar, samkvæmt því sem hann lýsir í grein sinni: „Á svæðinu sá ég meðal annars eftirfarandi ummæli um mig: Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller: „Megi hann fokka sér. Viðbjóður.“ Heiða Hrönn Sigmundsdóttir: „Hvílíkt ógeð sem þetta kvikindi er.“ Kristín Krantz: „Jón Steinar getur hoppað upp í rass.“ Undir þetta tóku Margrét Ágústsdóttir: „og tekið hina kallana með sér, hann kæmi nokkrum fyrir þar með sér“ og einnig Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir: „Örugglega enda búinn að vera með hausinn þar svo árum skiptir.“ Þórlaug Borg Ágústsdóttir: „Mig minnti að þessi gaur væri fáviti. Það er alveg rétt munað.“ Steinunn Þorgerðar Friðriksdóttir: „Hver önnur ætlar að skála í kampavíni þegar þetta illfygliskarlagerpi hrekkur upp af, meina Jón Steinar.“ Ekki kemur fram af hvaða tilefni orðin voru látin falla.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Hátt í tíu þúsund meðlimir Hópurinn „Karlar gera merkilega hluti“ var stofnaður á Facebook fyrir um tveimur árum. Stjórnendur hópsins eru Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkurborgar, Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, formaður fræðslu- og fjölmiðlahóps Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Hópurinn telur um 9400 manns, aðallega konur samkvæmt upplýsingum á vefsvæðinu. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. „Skrifa undir, moka, samþykkja, gera og græja - í þágu almannahagsmuna að sjálfsögðu. Þessi hópur er ekki vettvangur fyrir rökræður um feminíska nálgun. Nóg er af slíkum annarsstaðar. Hér eigum við að geta gert sakleysislegt grín að því sem okkur lystir án þess að eiga á hættu að lenda í rifrildi um það eða vera krafin um rök og svör,“ segir í lýsingunni og tekið fram að fjölmiðlum sé óheimilt að birta efni sem fram kemur á síðunni án samþykkis eigenda færslu eða athugasemdar.Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar.Rak í rogastans Jón Steinar segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hann sá ummælin. Hann hafi reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendi sig. Hann reyni að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að sé skeytum. „Ég reyndi því að ná sambandi við einhvern rithöfundanna til að bjóða þeim að hitta þá á fundi til að ræða afstöðu þeirra til mín og orsakir hennar. Það var til dæmis ekki útilokað að ég hefði gert eitthvað af mér sem hefði framkallað þessa óskemmtilegu afstöðu, en bara ekki áttað mig á því sjálfur.“ Hann segist hafa náð tali af Maggý Helgu, sem hafi kallað hann viðbjóð og sagt að hann gæti „fokkað sér.“ „Fyrst kvaðst hún ekki muna eftir ummælum sínum og heldur ekki hópnum sem hýst hefði ummælin. Ég hafði ekki sett á mig nafn hópsins og vissi ekki hvenær rithöfundurinn hafði viðhaft ummæli sín. Viðmælandi minn var sýnilega að reyna að draga svör sín á langinn, líklega vegna þess að hann hefur átt erfitt með að forma þau. Konan kom því samt frá sér að mér kæmi ekki við hvað sagt væri um mig í þeirra hópi! Endaði samtal okkar með því að hún skellti á mig símanum.“Hildur Lilliendahl segir Jón Steinar „þurfa alvarlega að fokka“ sér.Fréttablaðið/Stefán„Ódýr og sorgleg kúgunartaktík“ Í framhaldinu hafi ný bylgja athugasemda hafist um Jón Steinar í hópnum. Það hafi verið metið sem svo að með því að hringja og óska eftir því að fá að hitta „þetta hatursfólk“ sitt hafi hann beitt ofbeldi. „Guðlaug María Pálsdóttir sagði þetta vera „ofbeldismannalegt“ og síðar að þetta væri „mjög basic ofbeldismanna stjórnunarhegðun“. Hildur Ósk: „Ojjj. Þetta er óhugnanleg hegðun hjá óhugnanlegum manni.“ Jóhanna Margrétardóttir: „Hann er fáv...(og örugglega með einhverjar beinagrindur inni í sínum skáp). Viktoría Júlía Laxdal og Kristín Johansen gerðu við mig gælur sem fólust í að kalla mig „kríp“. Elín Jakobína sagði „hversu kríp“. Jón Thoroddsen: „Jón Steinar er drullusokkur. Vona að þetta berist.“ Hildur Lillendahl Viggósdóttir taldi mig „þurfa alvarlega að fokka“ mér. Ég hefði „ofsótt konur með símtalinu“. Og einnig: „Hann hefur ekki rassgat og þessi kúgunartaktík er svo ódýr og sorgleg.““Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem áfalli, hann varð 64 ára á dögunum og sér ekki fram á að finna sér vinnu.visir/vilhelm„Empowerment“ fundur til að bregðast við ofbeldi Lögmaðurinn segir svo að Sóley Tómasdóttir hafi í framhaldinu farið að undirbúa „empowerment“ fund til að bregðast við árás lögmannins. „Ætli þetta sé ekki einhvers konar „hópefli“ sem hefur þann tilgang að forða þeim óskunda að þátttakendur þurfi að finna röksemdir fyrir afstöðu sinni og taka ábyrgð á henni?“ Jón Steinar setur ummælin um sig í samhengi við mál Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík. Jón Steinar gætir hagsmuna Kristins sem var látinn taka pokann sinn á dögunum fyrir ummæli sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hópi, líkt og þeim sem ummælin um Jón Steinar eru látin falla.Myndin sem deilt var í hópnum Karlmennskuspjallið sem Kristinn Sigurjónsson tengdi við.Aldrei einn með konu Kristinn lét orðin falla í hópnum Karlmennskuspjallið en þau voru athugasemd við mynd sem deilt var í hópnum. Á myndinni voru þau skilaboð að eftir #metoo byltinguna ættu karlar að gæta þess að vera aldrei einir með konum í vinnunni eða ráðleggja þeim. „Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi,“ sagði Kristinn. Kristni var svarað með þeirri skoðun að óskandi væri að karlar og konur gætu unnið saman. Það væri ekki svo auðvelt „þegar það er hægt að eyðileggja þig bara upp úr þurru og án þess að þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut.“ Þvi svaraði Kristinn:Með viðhorfin eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með konum eða hafa þær nærri mér. Kristinn hefur jafnframt verið virkur í athugasemdakerfum og gagnrýnt harðlega konur sem beita tálmunum. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál í samfélaginu hversu margir feður fá ekki að sjá börnin sín og börnin eru ævarandi brennd á sálinni,“ sagði Kristinn í viðtali við Vísi. Í viðtali við Mbl.is bað hann „heiðarlegar“ konur afsökunar á að hafa misboðið þeim með orðfæri sínu.Steinunn Þorgerður Friðriksdóttir telur jarðarför Jóns Steinars eiga eftir að verða kampavínsveisla.Fréttablaðið/StefánFundur fyrir kampavínsveisluna Jón Steinar bendir á að ummæli Kristins hafi verið almenn og enginn verið nafngreindur. „Mér er ekki grunlaust um að sumir rithöfundarnir sem nefndir eru að framan hafi talið brottrekstur lektorsins réttlætanlegan. Ætli þeir leggi sjálfir fyrir sig eitthvað sem réttilega mætti kalla hatursorðræðu?“ segir Jón Steinar. „Það er mínum dómi hrollvekjandi að fá að líta inn í hugarheim þeirra sem hér hafa talað til mín. Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á. Og þeim sem formælingarnar beinast að kemur ekki við hvað um hann er sagt!“ Hann skorar á fólkið sem lét ummælin falla um hann að mæta sér á opnum fundi til að ræða við sig um „þennan óhugnanlega mann og aðferðirnar sem það hefur notað til að úthúða honum án þess að bera ábyrgð á því.“ Fundinn verði að halda áður en kampavínsveislan verði haldin, eins og Steinunn Þorgerður Friðriksdóttir nefnir óumflýjanlega jarðarför Jóns Steinars, því hann muni ekki fá að tjá sig neitt á þeirri hátíðarstundu. „Tjáningarfrelsi mínu lýkur nefnilega við andlátið.“Pistil Jóns Steinars í heild má sjá hér að neðan.Rökræður ekki leyfðar Fyrir nokkrum dögum barst mér vitneskja um að fjallað hefði verið allmikið um óverðuga persónu mína á lokuðu vefsvæði á Fasbók. Svo er að sjá sem Sóley Tómasdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi staðið fyrir stofnun þessa svæðis. Það er nefnt „Karlar gera merkilega hluti“. Yfirskrift Sóleyjar á svæðinu er eftirfarandi: „Reglur hópsins: 1. Þetta er öruggt svæði fyrir konur (og örfáa karla) til að hæðast að feðraveldinu. Óheimilt er að dreifa eða birta efni hópsins að hluta til eða í heild og fjölmiðlum er óheimilt að fjalla um það sem hér fer fram. 2. Hér eru birtar fréttir og myndir úr umfjöllun um merkilega karla að gera merkilega hluti (ekki skjáskot af samtölum, póstum eða almenn kvenfyrirlitning - það eru til aðrir hópar fyrir slíkt). 3. Rökræður eru ekki leyfðar. Þetta er sem áður segir öruggt svæði fyrir konur þar sem engin á að þurfa að rökstyðja eða útskýra það sem átt er við. Rökræður eru fínar en eiga heima í öðrum hópum.“ Ég aflaði mér aðgangs að svæðinu í því skyni að kynna mér hvað um mig hefði verið sagt. Þá kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar við mig neinar gælur. Greinilegt var að rithöfundar síðunnar báru þungan hug til mín og hrakyrtu mig á marga vegu. Hvergi var samt að finna minnsta rökstuðning fyrir þessum málstað.Illfygliskarlagerpi Á svæðinu sá ég meðal annars eftirfarandi ummæli um mig: Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller: „Megi hann fokka sér. Viðbjóður.“ Heiða Hrönn Sigmundsdóttir: „Hvílíkt ógeð sem þetta kvikindi er.“ Kristín Krantz: „Jón Steinar getur hoppað upp í rass.“ Undir þetta tóku Margrét Ágústsdóttir: „og tekið hina kallana með sér, hann kæmi nokkrum fyrir þar með sér“ og einnig Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir: „Örugglega enda búinn að vera með hausinn þar svo árum skiptir.“ Þórlaug Borg Ágústsdóttir: „Mig minnti að þessi gaur væri fáviti. Það er alveg rétt munað.“ Steinunn Þorgerðar Friðriksdóttir: „Hver önnur ætlar að skála í kampavíni þegar þetta illfygliskarlagerpi hrekkur upp af, meina Jón Steinar.“ Mig rak eiginlega í rogastans þegar ég sá þetta. Ég hef reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendir mig og reyna að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að mér skeytum. Ég reyndi því að ná sambandi við einhvern rithöfundanna til að bjóða þeim að hitta þá á fundi til að ræða afstöðu þeirra til mín og orsakir hennar. Það var til dæmis ekki útilokað að ég hefði gert eitthvað af mér sem hefði framkallað þessa óskemmtilegu afstöðu, en bara ekki áttað mig á því sjálfur. Mér tókst að ná tali af Maggý Helgu Jóhannsdóttur Möller. Fyrst kvaðst hún ekki muna eftir ummælum sínum og heldur ekki hópnum sem hýst hefði ummælin. Ég hafði ekki sett á mig nafn hópsins og vissi ekki hvenær rithöfundurinn hafði viðhaft ummæli sín. Viðmælandi minn var sýnilega að reyna að draga svör sín á langinn, líklega vegna þess að hann hefur átt erfitt með að forma þau. Konan kom því samt frá sér að mér kæmi ekki við hvað sagt væri um mig í þeirra hópi! Endaði samtal okkar með því að hún skellti á mig símanum. Nú hófst ný bylgja athugasemda um mig á svæðinu góða. Nú var svo að sjá sem ég hefði beitt ofbeldi með því að hringja til að óska eftir að fá að hitta þetta hatursfólk mitt. Guðlaug María Pálsdóttir sagði þetta vera „ofbeldismannalegt“. og síðar að þetta væri „mjög basic ofbeldismanna stjórnunarhegðun“ Hildur Ósk: „Ojjj. Þetta er óhugnanleg hegðun hjá óhugnanlegum manni.“ Jóhanna Margrétardóttir: „Hann er fáv...(og örugglega með einhverjar beinagrindur inni í sínum skáp). Viktoría Júlía Laxdal og Kristín Johansen gerðu við mig gælur sem fólust í að kalla mig „kríp“. Elín Jakobína sagði „hversu kríp“. Jón Thoroddsen: „Jón Steinar er drullusokkur. Vona að þetta berist.“ Hildur Lillendahl Viggósdóttir taldi mig „þurfa alvarlega að fokka“ mér. Ég hefði „ofsótt konur með símtalinu“. Og einnig: „Hann hefur ekki rassgat og þessi kúgunartaktík er svo ódýr og sorgleg.“Vilja ekki bera ábyrgð á sjálfum sér Svo sé ég að Sóley fyrrverandi forseti hyggst nú efna til „empowerment“ fundar til að bregðast við árás (?) minni. Ætli þetta sé ekki einhvers konar „hópefli“ sem hefur þann tilgang að forða þeim óskunda að þátttakendur þurfi að finna röksemdir fyrir afstöðu sinni og taka ábyrgð á henni? Nú eiga sér stað umræður um hvort heimilt hafi verið að reka lektor frá Háskólanum í Reykjavík fyrir orð sem hann lét falla um samskipti karla og kvenna á lokuðu vefsvæði utan skólans. Um það fjallaði hann með almennum hætti án þess að nafngreina tilteknar persónur. Mér er ekki grunlaust um að sumir rithöfundarnir sem nefndir eru að framan hafi talið brottrekstur lektorsins réttlætanlegan. Ætli þeir leggi sjálfir fyrir sig eitthvað sem réttilega mætti kalla hatursorðræðu? Það er mínum dómi hrollvekjandi að fá að líta inn í hugarheim þeirra sem hér hafa talað til mín. Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á. Og þeim sem formælingarnar beinast að kemur ekki við hvað um hann er sagt! Ég endurtek áskorun mína til þessa fólks um að mæta mér á opnum fundi til að ræða við mig um þennan óhugnanlega mann og aðferðirnar sem það hefur notað til að úthúða honum án þess að bera ábyrgð á því. Fundinn verður að halda áður en kampavínsveislan verður haldin því ég mun ekki fá tækifæri til að tjá mig neitt á þeirri hátíðarstundu. Tjáningarfrelsi mínu lýkur nefnilega við andlátið. MeToo Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum „Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. Jón Steinar segist í grein í Morgunblaðinu í dag hafa fengið ábendingar um að hann væri töluvert til umfjöllunar í hópnum. Hann virðist hafa fengið innlit í það sem fram fór í hópnum í gegnum einhvern meðlim. Honum blöskraði umfjöllunin, gerði tilraun til að ræða við einn símleiðis sem létu ummælin falla, í von um útskýringar, en var tjáð að honum kæmi ekki við hvað sagt væri um hann í hópnum. Meðlimir hópsins hafa sitt að segja um Jón Steinar, samkvæmt því sem hann lýsir í grein sinni: „Á svæðinu sá ég meðal annars eftirfarandi ummæli um mig: Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller: „Megi hann fokka sér. Viðbjóður.“ Heiða Hrönn Sigmundsdóttir: „Hvílíkt ógeð sem þetta kvikindi er.“ Kristín Krantz: „Jón Steinar getur hoppað upp í rass.“ Undir þetta tóku Margrét Ágústsdóttir: „og tekið hina kallana með sér, hann kæmi nokkrum fyrir þar með sér“ og einnig Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir: „Örugglega enda búinn að vera með hausinn þar svo árum skiptir.“ Þórlaug Borg Ágústsdóttir: „Mig minnti að þessi gaur væri fáviti. Það er alveg rétt munað.“ Steinunn Þorgerðar Friðriksdóttir: „Hver önnur ætlar að skála í kampavíni þegar þetta illfygliskarlagerpi hrekkur upp af, meina Jón Steinar.“ Ekki kemur fram af hvaða tilefni orðin voru látin falla.Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Hátt í tíu þúsund meðlimir Hópurinn „Karlar gera merkilega hluti“ var stofnaður á Facebook fyrir um tveimur árum. Stjórnendur hópsins eru Hildur Lilliendahl, starfsmaður Reykjavíkurborgar, Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, formaður fræðslu- og fjölmiðlahóps Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Hópurinn telur um 9400 manns, aðallega konur samkvæmt upplýsingum á vefsvæðinu. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. „Skrifa undir, moka, samþykkja, gera og græja - í þágu almannahagsmuna að sjálfsögðu. Þessi hópur er ekki vettvangur fyrir rökræður um feminíska nálgun. Nóg er af slíkum annarsstaðar. Hér eigum við að geta gert sakleysislegt grín að því sem okkur lystir án þess að eiga á hættu að lenda í rifrildi um það eða vera krafin um rök og svör,“ segir í lýsingunni og tekið fram að fjölmiðlum sé óheimilt að birta efni sem fram kemur á síðunni án samþykkis eigenda færslu eða athugasemdar.Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar.Rak í rogastans Jón Steinar segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hann sá ummælin. Hann hafi reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendi sig. Hann reyni að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að sé skeytum. „Ég reyndi því að ná sambandi við einhvern rithöfundanna til að bjóða þeim að hitta þá á fundi til að ræða afstöðu þeirra til mín og orsakir hennar. Það var til dæmis ekki útilokað að ég hefði gert eitthvað af mér sem hefði framkallað þessa óskemmtilegu afstöðu, en bara ekki áttað mig á því sjálfur.“ Hann segist hafa náð tali af Maggý Helgu, sem hafi kallað hann viðbjóð og sagt að hann gæti „fokkað sér.“ „Fyrst kvaðst hún ekki muna eftir ummælum sínum og heldur ekki hópnum sem hýst hefði ummælin. Ég hafði ekki sett á mig nafn hópsins og vissi ekki hvenær rithöfundurinn hafði viðhaft ummæli sín. Viðmælandi minn var sýnilega að reyna að draga svör sín á langinn, líklega vegna þess að hann hefur átt erfitt með að forma þau. Konan kom því samt frá sér að mér kæmi ekki við hvað sagt væri um mig í þeirra hópi! Endaði samtal okkar með því að hún skellti á mig símanum.“Hildur Lilliendahl segir Jón Steinar „þurfa alvarlega að fokka“ sér.Fréttablaðið/Stefán„Ódýr og sorgleg kúgunartaktík“ Í framhaldinu hafi ný bylgja athugasemda hafist um Jón Steinar í hópnum. Það hafi verið metið sem svo að með því að hringja og óska eftir því að fá að hitta „þetta hatursfólk“ sitt hafi hann beitt ofbeldi. „Guðlaug María Pálsdóttir sagði þetta vera „ofbeldismannalegt“ og síðar að þetta væri „mjög basic ofbeldismanna stjórnunarhegðun“. Hildur Ósk: „Ojjj. Þetta er óhugnanleg hegðun hjá óhugnanlegum manni.“ Jóhanna Margrétardóttir: „Hann er fáv...(og örugglega með einhverjar beinagrindur inni í sínum skáp). Viktoría Júlía Laxdal og Kristín Johansen gerðu við mig gælur sem fólust í að kalla mig „kríp“. Elín Jakobína sagði „hversu kríp“. Jón Thoroddsen: „Jón Steinar er drullusokkur. Vona að þetta berist.“ Hildur Lillendahl Viggósdóttir taldi mig „þurfa alvarlega að fokka“ mér. Ég hefði „ofsótt konur með símtalinu“. Og einnig: „Hann hefur ekki rassgat og þessi kúgunartaktík er svo ódýr og sorgleg.““Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem áfalli, hann varð 64 ára á dögunum og sér ekki fram á að finna sér vinnu.visir/vilhelm„Empowerment“ fundur til að bregðast við ofbeldi Lögmaðurinn segir svo að Sóley Tómasdóttir hafi í framhaldinu farið að undirbúa „empowerment“ fund til að bregðast við árás lögmannins. „Ætli þetta sé ekki einhvers konar „hópefli“ sem hefur þann tilgang að forða þeim óskunda að þátttakendur þurfi að finna röksemdir fyrir afstöðu sinni og taka ábyrgð á henni?“ Jón Steinar setur ummælin um sig í samhengi við mál Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík. Jón Steinar gætir hagsmuna Kristins sem var látinn taka pokann sinn á dögunum fyrir ummæli sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hópi, líkt og þeim sem ummælin um Jón Steinar eru látin falla.Myndin sem deilt var í hópnum Karlmennskuspjallið sem Kristinn Sigurjónsson tengdi við.Aldrei einn með konu Kristinn lét orðin falla í hópnum Karlmennskuspjallið en þau voru athugasemd við mynd sem deilt var í hópnum. Á myndinni voru þau skilaboð að eftir #metoo byltinguna ættu karlar að gæta þess að vera aldrei einir með konum í vinnunni eða ráðleggja þeim. „Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi,“ sagði Kristinn. Kristni var svarað með þeirri skoðun að óskandi væri að karlar og konur gætu unnið saman. Það væri ekki svo auðvelt „þegar það er hægt að eyðileggja þig bara upp úr þurru og án þess að þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut.“ Þvi svaraði Kristinn:Með viðhorfin eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með konum eða hafa þær nærri mér. Kristinn hefur jafnframt verið virkur í athugasemdakerfum og gagnrýnt harðlega konur sem beita tálmunum. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál í samfélaginu hversu margir feður fá ekki að sjá börnin sín og börnin eru ævarandi brennd á sálinni,“ sagði Kristinn í viðtali við Vísi. Í viðtali við Mbl.is bað hann „heiðarlegar“ konur afsökunar á að hafa misboðið þeim með orðfæri sínu.Steinunn Þorgerður Friðriksdóttir telur jarðarför Jóns Steinars eiga eftir að verða kampavínsveisla.Fréttablaðið/StefánFundur fyrir kampavínsveisluna Jón Steinar bendir á að ummæli Kristins hafi verið almenn og enginn verið nafngreindur. „Mér er ekki grunlaust um að sumir rithöfundarnir sem nefndir eru að framan hafi talið brottrekstur lektorsins réttlætanlegan. Ætli þeir leggi sjálfir fyrir sig eitthvað sem réttilega mætti kalla hatursorðræðu?“ segir Jón Steinar. „Það er mínum dómi hrollvekjandi að fá að líta inn í hugarheim þeirra sem hér hafa talað til mín. Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á. Og þeim sem formælingarnar beinast að kemur ekki við hvað um hann er sagt!“ Hann skorar á fólkið sem lét ummælin falla um hann að mæta sér á opnum fundi til að ræða við sig um „þennan óhugnanlega mann og aðferðirnar sem það hefur notað til að úthúða honum án þess að bera ábyrgð á því.“ Fundinn verði að halda áður en kampavínsveislan verði haldin, eins og Steinunn Þorgerður Friðriksdóttir nefnir óumflýjanlega jarðarför Jóns Steinars, því hann muni ekki fá að tjá sig neitt á þeirri hátíðarstundu. „Tjáningarfrelsi mínu lýkur nefnilega við andlátið.“Pistil Jóns Steinars í heild má sjá hér að neðan.Rökræður ekki leyfðar Fyrir nokkrum dögum barst mér vitneskja um að fjallað hefði verið allmikið um óverðuga persónu mína á lokuðu vefsvæði á Fasbók. Svo er að sjá sem Sóley Tómasdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi staðið fyrir stofnun þessa svæðis. Það er nefnt „Karlar gera merkilega hluti“. Yfirskrift Sóleyjar á svæðinu er eftirfarandi: „Reglur hópsins: 1. Þetta er öruggt svæði fyrir konur (og örfáa karla) til að hæðast að feðraveldinu. Óheimilt er að dreifa eða birta efni hópsins að hluta til eða í heild og fjölmiðlum er óheimilt að fjalla um það sem hér fer fram. 2. Hér eru birtar fréttir og myndir úr umfjöllun um merkilega karla að gera merkilega hluti (ekki skjáskot af samtölum, póstum eða almenn kvenfyrirlitning - það eru til aðrir hópar fyrir slíkt). 3. Rökræður eru ekki leyfðar. Þetta er sem áður segir öruggt svæði fyrir konur þar sem engin á að þurfa að rökstyðja eða útskýra það sem átt er við. Rökræður eru fínar en eiga heima í öðrum hópum.“ Ég aflaði mér aðgangs að svæðinu í því skyni að kynna mér hvað um mig hefði verið sagt. Þá kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar við mig neinar gælur. Greinilegt var að rithöfundar síðunnar báru þungan hug til mín og hrakyrtu mig á marga vegu. Hvergi var samt að finna minnsta rökstuðning fyrir þessum málstað.Illfygliskarlagerpi Á svæðinu sá ég meðal annars eftirfarandi ummæli um mig: Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller: „Megi hann fokka sér. Viðbjóður.“ Heiða Hrönn Sigmundsdóttir: „Hvílíkt ógeð sem þetta kvikindi er.“ Kristín Krantz: „Jón Steinar getur hoppað upp í rass.“ Undir þetta tóku Margrét Ágústsdóttir: „og tekið hina kallana með sér, hann kæmi nokkrum fyrir þar með sér“ og einnig Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir: „Örugglega enda búinn að vera með hausinn þar svo árum skiptir.“ Þórlaug Borg Ágústsdóttir: „Mig minnti að þessi gaur væri fáviti. Það er alveg rétt munað.“ Steinunn Þorgerðar Friðriksdóttir: „Hver önnur ætlar að skála í kampavíni þegar þetta illfygliskarlagerpi hrekkur upp af, meina Jón Steinar.“ Mig rak eiginlega í rogastans þegar ég sá þetta. Ég hef reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendir mig og reyna að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að mér skeytum. Ég reyndi því að ná sambandi við einhvern rithöfundanna til að bjóða þeim að hitta þá á fundi til að ræða afstöðu þeirra til mín og orsakir hennar. Það var til dæmis ekki útilokað að ég hefði gert eitthvað af mér sem hefði framkallað þessa óskemmtilegu afstöðu, en bara ekki áttað mig á því sjálfur. Mér tókst að ná tali af Maggý Helgu Jóhannsdóttur Möller. Fyrst kvaðst hún ekki muna eftir ummælum sínum og heldur ekki hópnum sem hýst hefði ummælin. Ég hafði ekki sett á mig nafn hópsins og vissi ekki hvenær rithöfundurinn hafði viðhaft ummæli sín. Viðmælandi minn var sýnilega að reyna að draga svör sín á langinn, líklega vegna þess að hann hefur átt erfitt með að forma þau. Konan kom því samt frá sér að mér kæmi ekki við hvað sagt væri um mig í þeirra hópi! Endaði samtal okkar með því að hún skellti á mig símanum. Nú hófst ný bylgja athugasemda um mig á svæðinu góða. Nú var svo að sjá sem ég hefði beitt ofbeldi með því að hringja til að óska eftir að fá að hitta þetta hatursfólk mitt. Guðlaug María Pálsdóttir sagði þetta vera „ofbeldismannalegt“. og síðar að þetta væri „mjög basic ofbeldismanna stjórnunarhegðun“ Hildur Ósk: „Ojjj. Þetta er óhugnanleg hegðun hjá óhugnanlegum manni.“ Jóhanna Margrétardóttir: „Hann er fáv...(og örugglega með einhverjar beinagrindur inni í sínum skáp). Viktoría Júlía Laxdal og Kristín Johansen gerðu við mig gælur sem fólust í að kalla mig „kríp“. Elín Jakobína sagði „hversu kríp“. Jón Thoroddsen: „Jón Steinar er drullusokkur. Vona að þetta berist.“ Hildur Lillendahl Viggósdóttir taldi mig „þurfa alvarlega að fokka“ mér. Ég hefði „ofsótt konur með símtalinu“. Og einnig: „Hann hefur ekki rassgat og þessi kúgunartaktík er svo ódýr og sorgleg.“Vilja ekki bera ábyrgð á sjálfum sér Svo sé ég að Sóley fyrrverandi forseti hyggst nú efna til „empowerment“ fundar til að bregðast við árás (?) minni. Ætli þetta sé ekki einhvers konar „hópefli“ sem hefur þann tilgang að forða þeim óskunda að þátttakendur þurfi að finna röksemdir fyrir afstöðu sinni og taka ábyrgð á henni? Nú eiga sér stað umræður um hvort heimilt hafi verið að reka lektor frá Háskólanum í Reykjavík fyrir orð sem hann lét falla um samskipti karla og kvenna á lokuðu vefsvæði utan skólans. Um það fjallaði hann með almennum hætti án þess að nafngreina tilteknar persónur. Mér er ekki grunlaust um að sumir rithöfundarnir sem nefndir eru að framan hafi talið brottrekstur lektorsins réttlætanlegan. Ætli þeir leggi sjálfir fyrir sig eitthvað sem réttilega mætti kalla hatursorðræðu? Það er mínum dómi hrollvekjandi að fá að líta inn í hugarheim þeirra sem hér hafa talað til mín. Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á. Og þeim sem formælingarnar beinast að kemur ekki við hvað um hann er sagt! Ég endurtek áskorun mína til þessa fólks um að mæta mér á opnum fundi til að ræða við mig um þennan óhugnanlega mann og aðferðirnar sem það hefur notað til að úthúða honum án þess að bera ábyrgð á því. Fundinn verður að halda áður en kampavínsveislan verður haldin því ég mun ekki fá tækifæri til að tjá mig neitt á þeirri hátíðarstundu. Tjáningarfrelsi mínu lýkur nefnilega við andlátið.
MeToo Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira