Félag atvinnurekenda (FA) og SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, segja veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegsráðherra ýta undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi og mismuna fyrirtækjum.
Þar sem verð á afla frá skipi inn í fiskvinnslur er grundvöllur álagningar veiðigjalda telja félögin að þar sé hvati til að ýta enn frekar undir að útgerðir þrýsti verði niður til eigin fiskvinnslna til að minnka útlagðan kostnað í formi veiðigjalda „með tilheyrandi afleiðingum fyrir tekjur sjómanna og hafnarsjóða og samkeppnisstöðu fiskvinnslna“, segir í umsögn félaganna.
Hörð gagnrýni í veiðigjaldamáli

Tengdar fréttir

„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein”
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt.

Telur að frumvarp um veiðigjöld myndi hvata til að skerða hlut sjómanna
Það að greiða veiðigjöld af afla þremur árum eftir að hann er veiddur er léttvægt vandamál og kallar ekki eitt og sér á lagabreytingu á veiðigjöldum.