Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2018 19:30 Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira