Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2018 19:30 Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira