Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2018 19:30 Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira