Kóngurinn Ólafur Jóh Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2018 08:30 Ólafur Jóhannesson varð Íslandsmeistari í fimmta sinn. vísir/bára Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti