Fósturbörn í heild sinni: María fékk lítinn dreng í fóstur Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2018 14:30 María var stressuð til að byrja með en núna gengur allt eins og í sögu. Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fósturbörn Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Fósturbörn Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira