Mannanöfn Sigurður Konráðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar