Bólivía dæmd til að vera áfram landlukin Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:09 Evó Morales, forseta Bólivíu, var ekki skemmt þegar úrskurður dómstólsins var kveðinn upp. Vísir/EPA Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári. Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári.
Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira