Ímynd Bandaríkjanna hrakar í forsetatíð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:56 Álit á Bandaríkjunum tók dýfu í könnun Pew í fyrra, árið sem Trump tók við forsetaembætti. Vísir/Getty Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira