Ímynd Bandaríkjanna hrakar í forsetatíð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:56 Álit á Bandaríkjunum tók dýfu í könnun Pew í fyrra, árið sem Trump tók við forsetaembætti. Vísir/Getty Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira