Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2018 09:01 Arion banki var skráður á markað um miðjan júní. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot. Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Arion banki reiknar með að tapa allt að 1,8 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag en það var í miklum viðskiptum við bankann. „Vegna ófyrirséðra atburða gerir Arion banki hf. ráð fyrir að niðurfæra lán og greiða út ábyrgðir sem mun hafa neikvæð áhrif á rekstrarafkomu bankans á þriðja ársfjórðungi 2018. Áhrifin munu nema um 1,3 – 1,8 milljarði króna, að teknu tilliti til skatta, og mun hlutfall eiginfjárþáttar 1 lækka um u.þ.b. 0,2 prósentustig vegna þessa. Fyrirgreiðslurnar tengjast félagi sem hefur verið í viðskiptum við bankann og fyrirrennara hans um árabil,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka. Samkvæmt heimildum Vísis var Primera Air í miklum viðskiptum við Arion banka. Bankinn nafngreinir þó ekki félagið í tilkynningu sinni. „Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, haldast óbreytt. Að mati bankans er um einskiptisatburð að ræða sem hefur ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað. Afkoma bankans fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 31. október 2018.“ Hlutabréf í Arion banka eru skráð í kauphöllina í Svíþjóð. Bréf í bankanum lækkuðu hratt í morgun en lækkunin nemur nú um sex prósentum. Kauphöllin á Íslandi opnar fyrir viðskipti klukkan tíu. Primera sagði í tilkynningu síðdegis í gær að greiðslustöðvunin væri mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna mætti rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ sagði í yfirlýsingunni. Fullyrt var að íslenskar ferðaskrifstofur sem hefðu nýtt þjónustu Primera Air væru búnar að flytja flugferðir sínar til annarra flugfélaga. Engin röskun ætti því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefndi í gjaldþrot.
Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05