Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 19:00 Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn. Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn.
Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19