Áhorfendum fjölgaði örlítið á milli ára í Pepsi-deild karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. október 2018 11:30 Breiðablik fékk flesta á heimaleiki sína og Valur næst flesta. vísir/daníel þór Áhorfendum í Pepsi-deild karla í fótbolta fjölgaði um 20 að meðaltali á hvern leik á milli ára í Pepsi-deild karla en alls sóttu 113.297 leikina 132 sem spilaðir voru í sumar. Það gerir meðalfjölda upp á 858 á hvern leik en 838 sóttu leikina að meðaltali á síðustu leiktíð. Áfram er áhorfendafjöldinn undir 900 að meðaltali á hvern leik en þar hefur hann nú verið tvö ár í röð. Síðast var hann undir 900 að meðaltali árið 2000 en eftir það fór aðsókn á leiki vel upp á við og toppaði árið 2007 þegar að 1.329 mættu að meðaltali en aðeins tíu lið spiluðu þá í deildinni. Meðaltals aðsókn á leiki var 1.107 árið 2015 en hrapaði undir 1.000 ári síðar þegar að 975 sóttu leikina 132 að meðaltalið sumarið 2016. Hann hefur nú verið undir 900 tvö ár í röð.Stúkurnar voru oft ansi tómar í deildinni í sumar eins og í fyrra.vísir/báraGóður endasprettur Leikið var þétt til að byrja með í Pepsi-deild karla vegna þátttöku íslenska landsliðsins á HM 2018 í Rússlandi. Níu umferðir voru spilaðar fyrir fyrsta leik á HM og mættu 974 að meðaltali á leikina í þeim umferðum. Mætingin dalaði eftir HM og fram að Verslunarmannahelgi en 752 mættu að meðaltali á leikina í umferðunum sex frá HM og fram að frídegi verslunarmanna. Endaspretturinn var svo ágætur en að meðaltali mættu 800 manns á hvern leik eftir Verslunarmannahelgi. Endaspretturinn lofar góðu og hjálpar vafalítið til að mikil spenna var í deildinni en erfiðir leiktímar þegar að hausta tekur hafa oft reynst erfiðir hvað varðar mætingu. Aðeins 675 mættu á meðaltali á síðustu sjö umferðirnar í fyrra en 800 í sumar sem er jákvæð fjölgun.Stjarnan komst í 1.000 áhorfenda klúbbinn en KR fór undir þúsund.vísir/báraBlikar bættu mest við sig Fimm félög af tíu sem voru í deildinni í fyrra bættu við sig áhorfendum og fimm fóru niður á við í mætingu á milli ára. Flestir sóttu leiki Breiðabliks en í heildina komu 13.735 á leikina ellefu á Kópavogsvelli eða 1.249 að meðaltali á hvern leik. Breiðablik var eitt þeirra liða sem tók alla umgjörð hjá sér verulega í gegn og það virðist hafa hjálpað til sem og augljóslega gott gengi liðsins sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Áhorfendum fjölgaði mest á milli ára hjá Blikunum en þeir voru með 1.081 áhorfenda að meðaltali í fyrra og fóru upp um 168 á hvern leik. Valsmenn bættu næst mest við sig eða 131 áhorfenda á hvern leik. Valur fór úr 1.067 áhorfendum árið 2017 í 1.207 á þessu ári og er með næst bestu mætinguna. Sömuleiðis gerðu Valsmenn mikið fyrir umgjörðina á Origo-vellinum. FH-ingar fengu níu fleiri að meðaltali á hvern leik í ár heldur en í fyrra eða 1.069 og Stjarnan var fjórða og síðasta félagið sem fór yfir 1.000 áhorfenda múrinn að meðaltali með 1.026 að meðaltali á hvern leik. Áhorfendum fjölgaði þar um 73 eða 131 á milli ára hjá Valsmönnum.Fjölnismenn bættu mikið við sig á milli ára.vísir/báraKR-ingar misstu flesta KR náði ekki 1.000 áhorfendum að meðaltali á sína heimaleiki en alls sóttu 10.742 leiki Vesturbæjarliðsins í sumar. Það gerir meðaltal upp á 977 áhorfendur en 1.124 sóttu leiki KR að meðaltali í fyrra og er því um fækkun upp á 147 áhorfendur að ræða. KA missti næst flesta áhorfendur á milli ára eða 96 en norðanmenn fengu 691 að meðaltali á sína heimavelli. Víkingar fengu 826 að meðaltali á heimavöll hamingjunnar og misstu 79 á milli ára. Áhorfendum fór einnig fækkandi hjá Grindavík og Fjölni. Nýliðar Fylkis fengu flesta áhorfendur á útivelli eða 1.044 en Breiðablik og KR voru hin tvö liðin sem yfir 1.000 manns mættu að meðaltali á útileiki hjá. Þetta er annað árið í röð sem aðeins fjögur félög fá yfir 1.000 manns að meðaltali á heimaleiki sína en Stjarnan komst upp í 1.000 áhorfenda klúbbinn í staðinn fyrir KR.Stórleikurinn í fyrstu umferð var sá eini sem að yfir 2.000 manns mættu á.vísir/báraEngar sprengjur Aðeins einu sinni í 132 leikjum í Pepsi-deildinni mættu fleiri en 2.000 áhorfendur á leik en það var fyrsti leikur deildarinnar. Alls mættu 2.489 á stórleik Vals og KR á föstudagskvöldi en færri sprengjur voru í mætingu en áður. Næst flestir mættu á stórleik FH og Breiðabliks í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar eða 1.826 og ríflega 1.600 manns mættu á báða leiki FH og KR. Mætingin fór aldrei yfir 1.000 manns hjá liðunum utan höfuðborgarsvæðsins (Grindavík, Keflavík, ÍBV og KA) fyrir utan einn leik í Eyjum þegar að ÍBV mætti Fylki á miðri Þjóðhátíð. Liðin á landsbyggðinni raða sér í neðstu fjögur sætin yfir mætingu í ár en ekkert þeirra fékk fleiri en 700 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Fæstir mættu í Keflavík eða 490 áhorendur á hvern leik að meðaltali.Meðaltal á heimaleiki hvers liðs: 1. Breiðablik 1.249 (+168) 2. Valur 1.207 (+131) 3. FH 1.069 (+9) 4. Stjarnan 1.026 (+73) 5. KR 977 (-147) 6. Fylkir 848 (Nýliði) 7. Víkingur 826 (-79) 8. Fjölnir 788 (+110) 9. KA 691 (-96) 10. Grindavík 523 (-71) 11. ÍBV 598 (-42) 12. Keflavík 498 (Nýliði)Meðaltal eftir umferðum: 1. umferð 1464 2. umferð 986 3. umferð 983 4. umferð 780 5. umferð 882 6. umferð 1036 7. umferð 1064 8. umferð 888 9. umferð 688 10. umferð 679 11. umferð 637 12. umferð 655 13. umferð 857 14. umferð 670 15. umferð 1015 16. umferð 750 17. umferð 805 18. umferð 828 19. umferð 766 20. umferð 718 21. umferð 747 22. umferð 987Meðalaðsókn á Íslandi 2000-2018 2000: 899 2001: 1.076 2002: 996 2003: 1.025 2004: 1.026 2005: 1.070 2006: 1.089 2007: 1.329 2008: 1.106* 2009: 1.029 2010: 1.205 2011: 1.122 2012: 1.034 2013: 1.057 2014: 923 2015: 1.107 2016: 975 2017: 838 2018: 858*Fyrsta ár í tólf liða deild Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Áhorfendum í Pepsi-deild karla í fótbolta fjölgaði um 20 að meðaltali á hvern leik á milli ára í Pepsi-deild karla en alls sóttu 113.297 leikina 132 sem spilaðir voru í sumar. Það gerir meðalfjölda upp á 858 á hvern leik en 838 sóttu leikina að meðaltali á síðustu leiktíð. Áfram er áhorfendafjöldinn undir 900 að meðaltali á hvern leik en þar hefur hann nú verið tvö ár í röð. Síðast var hann undir 900 að meðaltali árið 2000 en eftir það fór aðsókn á leiki vel upp á við og toppaði árið 2007 þegar að 1.329 mættu að meðaltali en aðeins tíu lið spiluðu þá í deildinni. Meðaltals aðsókn á leiki var 1.107 árið 2015 en hrapaði undir 1.000 ári síðar þegar að 975 sóttu leikina 132 að meðaltalið sumarið 2016. Hann hefur nú verið undir 900 tvö ár í röð.Stúkurnar voru oft ansi tómar í deildinni í sumar eins og í fyrra.vísir/báraGóður endasprettur Leikið var þétt til að byrja með í Pepsi-deild karla vegna þátttöku íslenska landsliðsins á HM 2018 í Rússlandi. Níu umferðir voru spilaðar fyrir fyrsta leik á HM og mættu 974 að meðaltali á leikina í þeim umferðum. Mætingin dalaði eftir HM og fram að Verslunarmannahelgi en 752 mættu að meðaltali á leikina í umferðunum sex frá HM og fram að frídegi verslunarmanna. Endaspretturinn var svo ágætur en að meðaltali mættu 800 manns á hvern leik eftir Verslunarmannahelgi. Endaspretturinn lofar góðu og hjálpar vafalítið til að mikil spenna var í deildinni en erfiðir leiktímar þegar að hausta tekur hafa oft reynst erfiðir hvað varðar mætingu. Aðeins 675 mættu á meðaltali á síðustu sjö umferðirnar í fyrra en 800 í sumar sem er jákvæð fjölgun.Stjarnan komst í 1.000 áhorfenda klúbbinn en KR fór undir þúsund.vísir/báraBlikar bættu mest við sig Fimm félög af tíu sem voru í deildinni í fyrra bættu við sig áhorfendum og fimm fóru niður á við í mætingu á milli ára. Flestir sóttu leiki Breiðabliks en í heildina komu 13.735 á leikina ellefu á Kópavogsvelli eða 1.249 að meðaltali á hvern leik. Breiðablik var eitt þeirra liða sem tók alla umgjörð hjá sér verulega í gegn og það virðist hafa hjálpað til sem og augljóslega gott gengi liðsins sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Áhorfendum fjölgaði mest á milli ára hjá Blikunum en þeir voru með 1.081 áhorfenda að meðaltali í fyrra og fóru upp um 168 á hvern leik. Valsmenn bættu næst mest við sig eða 131 áhorfenda á hvern leik. Valur fór úr 1.067 áhorfendum árið 2017 í 1.207 á þessu ári og er með næst bestu mætinguna. Sömuleiðis gerðu Valsmenn mikið fyrir umgjörðina á Origo-vellinum. FH-ingar fengu níu fleiri að meðaltali á hvern leik í ár heldur en í fyrra eða 1.069 og Stjarnan var fjórða og síðasta félagið sem fór yfir 1.000 áhorfenda múrinn að meðaltali með 1.026 að meðaltali á hvern leik. Áhorfendum fjölgaði þar um 73 eða 131 á milli ára hjá Valsmönnum.Fjölnismenn bættu mikið við sig á milli ára.vísir/báraKR-ingar misstu flesta KR náði ekki 1.000 áhorfendum að meðaltali á sína heimaleiki en alls sóttu 10.742 leiki Vesturbæjarliðsins í sumar. Það gerir meðaltal upp á 977 áhorfendur en 1.124 sóttu leiki KR að meðaltali í fyrra og er því um fækkun upp á 147 áhorfendur að ræða. KA missti næst flesta áhorfendur á milli ára eða 96 en norðanmenn fengu 691 að meðaltali á sína heimavelli. Víkingar fengu 826 að meðaltali á heimavöll hamingjunnar og misstu 79 á milli ára. Áhorfendum fór einnig fækkandi hjá Grindavík og Fjölni. Nýliðar Fylkis fengu flesta áhorfendur á útivelli eða 1.044 en Breiðablik og KR voru hin tvö liðin sem yfir 1.000 manns mættu að meðaltali á útileiki hjá. Þetta er annað árið í röð sem aðeins fjögur félög fá yfir 1.000 manns að meðaltali á heimaleiki sína en Stjarnan komst upp í 1.000 áhorfenda klúbbinn í staðinn fyrir KR.Stórleikurinn í fyrstu umferð var sá eini sem að yfir 2.000 manns mættu á.vísir/báraEngar sprengjur Aðeins einu sinni í 132 leikjum í Pepsi-deildinni mættu fleiri en 2.000 áhorfendur á leik en það var fyrsti leikur deildarinnar. Alls mættu 2.489 á stórleik Vals og KR á föstudagskvöldi en færri sprengjur voru í mætingu en áður. Næst flestir mættu á stórleik FH og Breiðabliks í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar eða 1.826 og ríflega 1.600 manns mættu á báða leiki FH og KR. Mætingin fór aldrei yfir 1.000 manns hjá liðunum utan höfuðborgarsvæðsins (Grindavík, Keflavík, ÍBV og KA) fyrir utan einn leik í Eyjum þegar að ÍBV mætti Fylki á miðri Þjóðhátíð. Liðin á landsbyggðinni raða sér í neðstu fjögur sætin yfir mætingu í ár en ekkert þeirra fékk fleiri en 700 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Fæstir mættu í Keflavík eða 490 áhorendur á hvern leik að meðaltali.Meðaltal á heimaleiki hvers liðs: 1. Breiðablik 1.249 (+168) 2. Valur 1.207 (+131) 3. FH 1.069 (+9) 4. Stjarnan 1.026 (+73) 5. KR 977 (-147) 6. Fylkir 848 (Nýliði) 7. Víkingur 826 (-79) 8. Fjölnir 788 (+110) 9. KA 691 (-96) 10. Grindavík 523 (-71) 11. ÍBV 598 (-42) 12. Keflavík 498 (Nýliði)Meðaltal eftir umferðum: 1. umferð 1464 2. umferð 986 3. umferð 983 4. umferð 780 5. umferð 882 6. umferð 1036 7. umferð 1064 8. umferð 888 9. umferð 688 10. umferð 679 11. umferð 637 12. umferð 655 13. umferð 857 14. umferð 670 15. umferð 1015 16. umferð 750 17. umferð 805 18. umferð 828 19. umferð 766 20. umferð 718 21. umferð 747 22. umferð 987Meðalaðsókn á Íslandi 2000-2018 2000: 899 2001: 1.076 2002: 996 2003: 1.025 2004: 1.026 2005: 1.070 2006: 1.089 2007: 1.329 2008: 1.106* 2009: 1.029 2010: 1.205 2011: 1.122 2012: 1.034 2013: 1.057 2014: 923 2015: 1.107 2016: 975 2017: 838 2018: 858*Fyrsta ár í tólf liða deild
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira