Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2018 11:22 Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hafa Jón Viðar og hans menn lokað fimm húsum sem skilgreinast sem iðnaðarhúsnæði, en töluverður fjöldi fólks bjó í. Þáttur Helga Seljan í gær um íslenskt þrælahald hefur vakið mikil viðbrögð. Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár. Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu lokaði Facebook-síðunni sinni í gærkvöldi eftir þátt Kveiks á Ríkissjónvarpinu í gær sem fjallaði um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi: Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði. Myndin sem þar var dregin upp er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald. Samkvæmt heimildum Vísis búa starfsmenn á vegum leigunnar í iðnaðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi en eru skráðir með lögheimili á Bræðraborgarstíg. Lögum samkvæmt er þetta ólöglegt. Á undanförnum tveimur til þremur mánuðum hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lokað fimm húsum sem eru skilgreind sem iðnaðarhúsnæði en voru nýtt til búsetu.Jón Viðar slökkviliðsstjóri telur það færast mjög í aukana að fólki sé holað niður til búsetu í iðnaðarhúsnæði.frettablaðið/anton brinkTöluverður fjöldi fólks bjó í húsum sem lokað var Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir að búseta verkafólks í iðnaðarhúsi hafi verið á borðum hjá þeim í yfir fimmtán ár. „Þetta var orðið þekkt dæmi fyrir hrun, en stefnan sem hefur verið tekin hjá okkur í þessum málum er að ef brunaöryggi í viðkomandi húsnæði er ásættanlegt þá erum við ekki að hrófla við því. Jú, formlega er ólöglegt að hafa í búsetu í iðnaðarhúsnæði og þvíumlíku en við höfum horft til, og höfum unnið samkvæmt þeirri meginreglu að miða við brunaöryggið. Aftur á móti ef brunaöryggi er ekki ásættanlegt höfum við gert tvennt; farið fram á úrbætur ef það er mögulegt eða hreinlega lokað húsnæði vegna staða brunamála var gersamlega út úr kortinu,“ segir Jón Viðar.Og, er það algengt að þið grípið til slíkra úrræða?Undanfarna tvo til þrjá mánuði höfum við lokað einum fimm slíkum húsum. Jón Viðar segir þau hjá Slökkviliðinu ekki hafa tölu á því hversu margir einstaklingar bjuggu í þeim húsum, en um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. „Við fókuserum meira á brunavarnirnar en svo fer það auðvitað ekki fram hjá okkur hversu mörg fleti eru þarna inni. En, við höfum ekki verið með markvissa talningu á því.“Aukin búseta í iðnaðarhúsnæði Jón Viðar slökkviliðsstjóri segir spurður sér virðast að þetta færast í aukana, að fólki sé holað niður í iðnaðarhúsnæði.Myndin sem dregin var upp í Kveik í gærkvöldi, af kjörum erlends vinnuafls á Íslandi, er eiginlega ekki hægt að kenna við neitt annað en þrælahald„Já, ef eitthvað þá hefur það frekar verið að gera það. En, við höfum verið að vinna samkvæmt ábendingum sem okkur berast,“ segir Jón Viðar slökkviliðsstjóri. Sjónvarpsþátturinn Kveikur, sá sem var á dagskrá í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli og virtist fólk vera slegið. Helgi Seljan, sem hafði meðal annarra umsjá með þættinum, og kynnti hann, segir þetta ekki hafa farið fram hjá sér. „Mér finnast viðbrögðin svo sem alveg hæfa efninu. Fólk virðist slegið. En á móti kemur það mér á óvart hversu hissa menn eru,“ segir Helgi Seljan í samtali við Vísi. Hann vísar þar til þess að þetta málefni, þrælahald og þrælasala á íslenskum vinnumarkaði, hefur verið til umfjöllunar reglulega nú í nokkur ár.
Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira