Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 22:40 Fujimori bar vitni í máli gegn fyrrverandi yfirmanna í stjórnarhernum fyrr á þessu ári. Hann er nú áttræður að aldri. Vísir/EPA Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31