Gisti- og veitingastaðir svindla á starfsfólki Tryggvi Marteinsson skrifar 4. október 2018 16:47 Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar