Góðærið er búið Hörður Ægisson skrifar 5. október 2018 07:00 Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun