Fujimori segir að fangelsið myndi ganga af honum dauðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 22:38 Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann var frameldur frá Japan árið 2007 og var síðar dæmdur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Vísir/EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, grátbað forseta landsins og dómara um að senda sig ekki aftur í fangelsi því það myndi ríða honum að fullu. Dómstóll felldi í gær úr gildi náðun sem fyrrverandi forseti veitti Fujimori í lok síðasta árs. Í myndbandsávarpi sem Fujimori, sem nú er áttræður, tók upp á heilsuhæli þar sem hann er til meðferðar bað hann yfirvöld um að nota sig ekki sem „pólitískt vopn“ þar sem hann hefði ekki „þrótt til að berjast á móti“. Fujimori afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot og spillingu þangað til í desember þegar Pedro Pablo Kuzcynski, þáverandi forseti, náðaði hann af heilsufarsástæðum. Ásakanir voru um að Kuzcynski hafði náðað Fujimori til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks dóttur hans þegar vantraust vofði yfir honum í þinginu. Kuzcynski sagði af sér í mars vegna ásakana um atkvæðakaup. Náðunin var ógilt fyrir dómi í gær og skipaði dómari að Fujimori skyldi færður aftur í fangelsið. Lögmenn hans áfrýjuðu niðurstöðunni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég vil biðja forseta lýðveldisins og meðlimi dómstóla um aðeins eitt: gerið það, drepið mig ekki. Ef ég fer aftur í fangelsi mun hjarta mitt ekki ráða við það. Það er of veikburða til að ganga í gegnum það sama aftur,“ sagði Fujimori í ávarpinu. Fujimori tók sér alræðisvald í Perú á 10. áratug síðustu aldar, að eigin sögn til að geta beitt sér af fullum krafti gegn uppreisnarsamtökunum Skínandi stíg. Í þeim tilgangi veitti hann dauðasveitum blessun sína til að myrða fólk án dóms og laga.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40 Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag. 3. október 2018 22:40
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31