Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 09:00 Nadia Murad. Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.
Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira