Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 10:19 Sigurður við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/vilhelm Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verður fyrirtöku málsins frestað til 25. október næstkomandi. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins þar sem lögreglan komst á snoðir um málið og skipti þeim út fyrir gerviefni í lok desember. Sigurður er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn á amfetamíninu, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Verjandi Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, sagði í héraðsdómi í morgun að farið væri fram á frest sökum þess hversu viðamikil gögn málsins eru og ekki hefði náðst að fara yfir þau öll. Margt þurfi enn að skýra í tengslum við málið áður en Sigurður geti hugsað sér að taka afstöðu. Sigurður hefur áður játað sök í málinu við skýrslutöku lögreglu. Tveir menn á þrítugsaldri eru ákærðir í málinu til viðbótar. Annar þeirra, sem gefið var að sök að hafa tekið á móti fíkniefnunum og falið þau í rjóðri, játaði sök í héraðsdómi en hafnaði því að hann hefði vitað að um fíkniefni hefði verið að ræða. Sagðist hann hafa talið að í pakkanum væru sterar. Þá hafi hann tekið á móti efnunum gegnniðurfellingu á smávægilegri skuld. Þriðji maðurinn var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun. Verjandi hans óskaði einnig eftir fresti. Sigurður var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sætti í þrjá mánuði eftir að hann kom hingað til lands frá Spáni í lok janúar. Hann hafði áður játað sök í málinu og hefur verið í farbanni síðan hann losnaði úr varðhaldi. Verjandi Sigurðar hefur gagnrýnt seinagang í rannsókn málsins. Lögregla bar því fyrir sig að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni og því hefði rannsóknin dregist. Sigurður er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs og lamaðist en málið vakti mikla athygli á sínum tíma. Í apríl var Sigurður ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Fyrrverandi tengdamóðir hans, Unnur Birgisdóttir, var einnig ákærð í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37 Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna. 30. september 2018 16:37
Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði. 16. ágúst 2018 10:38
Sigurður áfram í farbanni Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 11. september 2018 18:06