Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2018 16:15 Ariel og Ali í Las Vegas. Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn