Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum.
Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá.
Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki.
Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum.
Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær.
„Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við.
„Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“
Viðtalið má sjá hér að neðan.