Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2018 16:15 Ariel og Ali í Las Vegas. Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Fleiri fréttir Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Fleiri fréttir Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15