Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2018 20:46 Ronaldo er sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009. Vísir/AP Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. BBC greinir frá þessu. Kona að nafni Kathryn Mayorga kom um helgina fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en þar sakaði hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram. Síðan Mayorga steig fram með ásakanirnar hafa hlutabréf í Juventus, félaginu sem Ronaldo leikur fyrir, tekið umtalsverða dýfu, en þegar þetta var skrifað hafði félagið tapað um 10% af markaðsvirði sínu á einum degi [föstudegi]. Einnig vakti mikla athygli í gær þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem er einn helsti styrktaraðili Ronaldo, gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að fyrirtækið hefði „djúpstæðar áhyggjur“ af ásökununum. Þá hefur Juventus verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum en mörgum þykir félagið hafa höndlað málið á afar klaufalegan hátt, þegar Twitter-reikningur félagsins birti tíst þess efnis að Ronaldo hefði „á undanförnum mánuðum sýnt af sér mikla fagmennsku og eldmóð.“ Þá sagði einnig á reikningi félagsins að ásakanirnar á hendur honum breyttu ekki skoðunum fólks á Ronaldo, sem var í tístinu kallaður „mikill meistari.“.@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fótbolti MeToo Viðskipti Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. BBC greinir frá þessu. Kona að nafni Kathryn Mayorga kom um helgina fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en þar sakaði hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram. Síðan Mayorga steig fram með ásakanirnar hafa hlutabréf í Juventus, félaginu sem Ronaldo leikur fyrir, tekið umtalsverða dýfu, en þegar þetta var skrifað hafði félagið tapað um 10% af markaðsvirði sínu á einum degi [föstudegi]. Einnig vakti mikla athygli í gær þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem er einn helsti styrktaraðili Ronaldo, gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að fyrirtækið hefði „djúpstæðar áhyggjur“ af ásökununum. Þá hefur Juventus verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum en mörgum þykir félagið hafa höndlað málið á afar klaufalegan hátt, þegar Twitter-reikningur félagsins birti tíst þess efnis að Ronaldo hefði „á undanförnum mánuðum sýnt af sér mikla fagmennsku og eldmóð.“ Þá sagði einnig á reikningi félagsins að ásakanirnar á hendur honum breyttu ekki skoðunum fólks á Ronaldo, sem var í tístinu kallaður „mikill meistari.“.@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018
Fótbolti MeToo Viðskipti Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01