Kom mér skemmtilega á óvart Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 08:00 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu fyrir Vendsyssel í sigri á stórliði FC København í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn