Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. október 2018 19:30 Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“ Ísrael Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“
Ísrael Palestína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira