Engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá Félagsbústöðum í lok ágúst Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 10:07 Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á því hve margar íbúðir eru í standsetningarferli þegar margir búa í mygluðum íbúðum. Vísir/Vilhelm Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir. Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira