Ekki gætt að hagsmunum fólks með fötlun við rannsókn mála Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. október 2018 06:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fyrir vinnu starfshópsins. fréttablaðið/anton brink Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira