Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2018 19:30 Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar. Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðanna telur heimsbyggðina hafa tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Nefndin gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Skýrslan var kynnt í Incheon í Suður-Kóreu í dag en vísindanefndin telur að rétt rúmur áratugur er til stefnu áður en markmið ríkja heims um að halda hlýnun jarðar undir 1.5 gráðum sé úr myndinni. Bjartsýnustu birtingarmyndir skýrslunnar gera ráð fyrir því að hlýnun jarðar muni valda verri þurrkum, flóðum og hitabylgjum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hundruði milljóna manna. Í skýrslunni segir að enn sé gluggi til að bregðast við en slíkar aðgerðir þurfi að vera umfangsmeiri en áður hefur verið gert ráð fyrir og muni kosta um 2.5 prósent af vergri heimsframleiðslu.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Meðal markmiða sem nefndin telur að ríki heims þurfi að uppfilla til að ná markmiði um 1.5 gráður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Endurnýjanlegir orkugjafar þurfa að skaffa heimsbyggðinni 85 prósent af allri raforku. Draga þarf nær algerlega úr kolanotkun. Um 7 milljón ferkílómetra lands þarf undir rækt sem nýtist í lífrænt eldsneyti og ná þarf kolefnishlutleysi í heiminum fyrir árið 2050. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Ísland þurfi að leggja sitt af mörkum í þessum efnum. „Horfurnar hér á Íslandi eru mjög erfiðar sérstaklega vegna súrnun sjávar,“ segir Árni. „Súrnun sjávar fylgir aukinni losun af koltvísýringi. Koltvísýringurinn binst í hafinu og hafið súrnar og það hefur neikvæð áhrif fyrir lífríkið.“ Hann segir að ýmislegt sé hægt að gera hér á landi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ýmislegt gott hafi komið fram í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en umhverfisráðherra hefur sagt að áætlunin verði endurnýjuð strax á næsta ári. „Það þurfa til dæmis að eiga sér stað orkuskipti í samgöngum. Dísil og bensín þurfa að fara út og rafmagn eða metan inn,“ segir Árni. „Svo ættum við að styrkja almenningssamgöngur í meira mæli. Það er einn stóri pósturinn að minnka losun í samgöngum.“ Að mati Árna vantar þætti í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snúa að samningi við Evrópusambandið um sameiginlega ábyrgð sambandsins, Noregs og Íslands hvað samdrátt í losun varðar.
Norðurlönd Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Varkár bjartsýni um loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Gagnrýnt er að í samgöngumálum boði aðgerðaáætlun í loftslagsmálum aðeins aðlögun á núverandi samgönguháttum að minni losun frekar en kerfisbreytingu með meiri áherslu á almenningssamgöngur og aðra vistvænni ferðamáta. 11. september 2018 15:00
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Skipaiðnaðurinn þarf að draga úr losun um helming fyrir miðja öldina Nýtt samkomulag á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar er sagt ganga skemur en ella vegna andstöðu ríkja eins og Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. 13. apríl 2018 15:58