Neyðarástand vegna fellibyls Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 07:00 Stormurinn gekk yfir Kúbu í gær. Neyðarástandi lýst yfir í Flórída. Viðvaranir við hitabeltisstormi í sýslunum í kring. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fellibylsviðvaranir verið gefnar í 26 sýslum á hinu svokallaða pönnuskafti (e. Panhandle) Flórída í Bandaríkjunum, það er landræmunni sem gengur vestur frá Flórídaskaganum og að borginni Pensacola. Sömuleiðis hafa verið gefnar út viðvaranir við hitabeltisstormi í nærliggjandi sýslum og suður að Tampa. Ástæðan er fellibylurinn Michael, sem gekk yfir Kúbu í gær sem hitabeltisstormur. Samkvæmt frétt CNN var allt að 304 millimetra úrkoma á vesturhluta Kúbu í gær. Samkvæmt spám bæði einkareknu veðurstofunnar The Weather Channel og fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (NHC) er útlit fyrir að Michael gangi á land í Flórída sem annars stigs fellibylur á morgun. Vindhraði verði á milli 33 og 49 metrar á sekúndu og úrkoma mikil. Strax í gær voru eyjarskeggjar á Keys-eyjum, rétt suður af Flórídaskaga, farnir að finna vel fyrir votviðrinu. Búist er við um 100 millimetra úrkomu þar í dag. Búist er við því að yfirborð sjávar komi til með að hækka mikið allt frá Pensacola og að Tampa vegna stormsins. Hafa íbúar því verið beðnir um að vera á varðbergi þar sem ástandið gæti orðið lífshættulegt. „Þessi stormur ógnar lífi okkar og verður gífurlega hættulegur. Afleiðingar hans á samfélög á svæðinu gætu orðið gríðarlegar. Þess vegna þurfa fjölskyldur að vera vel undirbúnar,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri á blaðamannafundi og bætti við: „Þið verðið öll að undirbúa ykkur. Ekki taka neina áhættu. Sjávarborð mun hækka, það verður hvasst, það gætu orðið flóð og það eru miklar líkur á því að hvirfilbyljir myndist.“ Íbúar Flórída hafa margir hverjir einbeitt sér að kosningum undanfarna daga. Kosið er um annað sæti ríkisins í öldungadeild þingsins og um ríkisstjóra þess þann 6. nóvember næstkomandi svo fátt eitt sé nefnt. Vegna stormsins hafa frambjóðendur flestir aflýst fyrirhuguðum kosningafundum sínum. Útlit er fyrir að afar mjótt verði á munum í kosningunum. Í nýjustu könnunum mældist munurinn á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana í báðum kosningum einungis eitt prósent. Búist er við því að Michael haldi áfram yfir Georgíu og Suður-Karólínu sem hitabeltisstormur áður en hann heldur svo í norðaustur. Skammt stórra högga á milli Starfsmenn FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, standa í ströngu þessa dagana. Stutt er frá því að fellibylurinn Florence reið yfir Bandaríkin og olli miklu tjóni. Í fyrra gengu svo Harvey, Irma, Maria og Nate á land í Bandaríkjunum með stuttu millibili. The New York Times fjallaði um það í gær að FEMA hefði styrkt ríki, svæði og sveitarfélög um alls 81 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega tíu billjóna króna, frá árinu 1992. Fjármagnið fór í 683.035 mismunandi verkefni. Allt frá því að fjarlægja brak og til þess að reisa opinberar byggingar á nýjan leik eftir að þær höfðu hrunið í ofviðri. Ekki hafi hins vegar verið tekið nægilegt tillit til loftslagsbreytinga við þau uppbyggingarverkefni sem fjármunirnir fóru í. Því hafi hinar nýju byggingar verið alveg jafnviðkvæmar fyrir næsta stormi og þær sem hrundu í þeim fyrri, að því er blaðið hélt fram.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kúba Veður Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira