Körfubolti

Tap hjá meisturunum gegn Phoenix

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry í eldlínunni í nótt. Hann skoraði 23 stig.
Curry í eldlínunni í nótt. Hann skoraði 23 stig. vísir/afp
NBA-liðin halda áfram að hita upp fyrir komandi tímabil. Nokkrir leikir voru í nótt og þar var eitthvað um óvænt úrslit; meðal annars að meistararnir í Golden State töpuðu heima gegn Phoenix Suns, 117-109.

Ansi mikið var skorað í leiknum og varnarleikurinn í aukahlutverki en Phoenix leiddi í hálfleik 61-46. Þeir klárðu svo leikinn með stæl en unnu alla leikhlutuna nema þann fjórða.

Einu sinni sem oftar var það Stephen Curry sem var stigahæstur hjá Golden State en hann skoraði 23 stig. Ryan Andeson og Deandre Ayton skoruðu átján stig fyrir gestina frá Phoenix.

Miami vann sigur á Orlando í spennutrylli, 90-89, eftir að staðan í hálfleik hafi verið 42-52, Miami í vil. Rodney McGruder skoraði sigurkörfuna rúmri mínútu fyrir leikslok.

Hér að neðan má sjá úrslit næturinnar sem og flottustu tilþrifin.

Úrslit:

Dallas - Philadelphia 115-112

Indiana - Cleveland 111-102

Brooklyn - Detroit 110-108

Chicago - Charlotte 104-110

Orlando - Miami 89-90

Washington - New York 110-98

Phoenix - Golden State 117-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×