Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. október 2018 11:30 Guðrún Ósk ætlar ekki að taka neina áhættu með heilsuna vísir/ernir Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti