Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2018 20:00 Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39