Tíu ár frá hruni Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2018 07:00 New York – Á laugardaginn var, 15. september, var þess minnzt um allan heim að tíu ár voru liðin frá falli Lehman Brothers bankans í New York, mesta gjaldþroti í sögu Bandaríkjanna. Þessi sögufrægi banki sem innflytjendur frá Bæjaralandi höfðu stofnað 1850 hafði grafið sér svo djúpa gröf að yfirvöldin treystu sér ekki til að toga bankann upp á bakkann. Öðrum bönkum og fyrirtækjum var bjargað með ærnum tilkostnaði. Átta til níu milljónir bandarískra fjölskyldna misstu heimili sín. Margir misstu aleiguna og einnig vinnuna þar eð atvinnuleysi jókst úr tæpum 5% af mannafla 2007 upp í tæp 10% 2010. Það var ekki fyrr en 2016 að kaupmáttur meðaltekna bandarískra heimila varð aftur eins og hann hafði verið 2007 – og einnig 1999: sem sagt, 17 ár í súginn samanlagt.Styttri ævir Þetta er samt ekki allt. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt. Nýfæddur Kani gat vænzt þess að verða 79 ára 2014, 78,6 ára 2015 og 78,5 ára 2016. Ef ævilíkurnar verða enn lægri 2017 eins og við er að búast m.a. vegna þess að 72.000 Bandaríkjamenn létust þá vegna of stórra lyfjaskammta, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöld að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð, 2014-2017. Aukin tíðni lifrarsjúkdóma af völdum drykkjuskapar og fjölgun sjálfsvíga leggjast á sömu sveif. Rót vandans virðist mega rekja til misskiptingar tekna, auðs og menntunar. Fjöldi dauðsfalla í örvæntingu (vegna of stórra skammta, lifrarskemmda og sjálfsvíga) stendur í öfugu hlutfalli við menntun og í beinu sambandi við kjörfylgi Trumps Bandaríkjaforseta 2016 sýslu fyrir sýslu. Þetta er vert að hugleiða frekar en að hælast um af verðbréfavísitölum vestra sem sigla nú með himinskautum.Frá Ameríku til Íslands Hinn 6. október nk. verður þess minnzt að tíu ár verða þá liðin frá hruni bankanna hér heima. Prófessorarnir Gylfi Zoëga í Háskóla Íslands og Robert Aliber í Háskólanum í Chicago gengust fyrir ráðstefnu um bankahrunið og eftirdrunur þess í Háskóla Íslands fyrir skömmu með sérfræðingum víðs vegar að og búast til að birta fyrirlestra þeirra á bók. Þar verður ýmsan fróðleik að finna. Fróðlegt er að bera upprisu Íslands úr rústum hrunsins við upprisu Bandaríkjanna. Níu þúsund íslenzkar fjölskyldur misstu heimili sín eftir hrun. Það er svipuð tala og í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Húsnæðismissirinn hefði orðið mun meiri hefðu stjórnvöld ekki greitt fyrir sértækri skuldaaðlögun (110% leiðin). Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenzkra heimila var lægri 2016 en 2007 og 2008 (Hagstofan á eftir að birta tölur fyrir 2017). Kaupmáttur launa var ívið fljótari að jafna sig og mældist fimmtungi meiri 2017 en 2007. Það tók heimilin því að jafnaði upp undir áratug að rétta úr kútnum eftir hrun líkt og í Bandaríkjunum og í fjármálakreppum víðs vegar um heiminn langt aftur í tímann. Atvinnuleysi á Íslandi jókst úr 2% af mannafla 2007 í tæp 8% 2010 líkt og í Bandaríkjunum. Svo er eitt enn. Frá aldmótum til 2012 lengdist meðalævi Íslendinga jafnt og þétt um tæpa 3 mánuði á ári. Nokkru eftir hrun hætti meðalævi Íslendinga að lengjast skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Nýfæddur Íslendingur gat vænzt þess að verða 82,4 ára 2012 og einnig 2016. Ekki er vitað hversu miklu dauðsföll í örvæntingu valda um þessa fordæmalausu stöðnun. Vitað er þó að slíkum dauðsföllum hefur fjölgað hratt síðustu ár. Þau voru 30 í fyrra skv. upplýsingum landlæknisembættisins eða rösklega helmingi færri en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Efnahags- og heilbrigðisafleiðingum hrunsins svipar því saman að ýmsu leyti í löndunum tveim.Tvíþætt uppgjör hrunsins Bandaríkjamenn finna margir sárlega til þess að uppgjöri þeirra við fjármálahremmingarnar sem hófust þar 2007 hefur verið áfátt. New York Times birti um síðustu helgi aukablað með tíu tölusettum breiðsíðum um málið. Lokasíðan, jafnstór og heil opna í Fréttablaðinu, bar yfirskriftina „Forstjórarnir á Wall Street sem fengu fangelsisdóma“. Síðan er auð. Enginn bankastjóri var ákærður fyrir meint lögbrot. Bankastjórarnir virtust hafnir yfir lög þótt einn og einn lágt settur bankamaður fengi dóm. Forsetar Bandaríkjanna eru þó ekki hafnir yfir lög eins og dæmi Nixons forseta 1969-1974 sýnir og dæmi Trumps forseta á e.t.v. eftir að staðfesta ef yfirstandandi rannsókn á meintum lögbrotum hans leiðir til ákæru og sakfellingar. Bandaríkin hafa því rétt úr kútnum í efnahagslegu tilliti þótt mikið vanti upp á fullan bata eins og staðnaðar tekjur og styttri ævir sýna. Svipaða sögu er að segja um Ísland. Efnahagslífið hefur rétt úr kútnum með því að kaupmáttur heimilanna hefur náð sér á strik, en ævir Íslendinga eru hættar að lengjast. Mörg sár hrunsins eru ógróin enn. Stjórnmálalegt uppgjör hrunsins hefur ekki enn farið fram. Hæstiréttur hefur að vísu dæmt 39 manns til næstum 100 ára fangelsisvistar samanlagt vegna lögbrota í tengslum við hrunið, en mestmegnis voru það millistjórnendur sem fengu dóma meðan stórlaxar sluppu. Meint lögbrot í Seðlabankanum 6. október 2008 – Kaupþingslánið skv. birtu símtali bankastjórans og forsætisráðherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuð nema rannsókn málsins verði hafin fyrir þann tíma til að girða fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift að fjalla um málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
New York – Á laugardaginn var, 15. september, var þess minnzt um allan heim að tíu ár voru liðin frá falli Lehman Brothers bankans í New York, mesta gjaldþroti í sögu Bandaríkjanna. Þessi sögufrægi banki sem innflytjendur frá Bæjaralandi höfðu stofnað 1850 hafði grafið sér svo djúpa gröf að yfirvöldin treystu sér ekki til að toga bankann upp á bakkann. Öðrum bönkum og fyrirtækjum var bjargað með ærnum tilkostnaði. Átta til níu milljónir bandarískra fjölskyldna misstu heimili sín. Margir misstu aleiguna og einnig vinnuna þar eð atvinnuleysi jókst úr tæpum 5% af mannafla 2007 upp í tæp 10% 2010. Það var ekki fyrr en 2016 að kaupmáttur meðaltekna bandarískra heimila varð aftur eins og hann hafði verið 2007 – og einnig 1999: sem sagt, 17 ár í súginn samanlagt.Styttri ævir Þetta er samt ekki allt. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt. Nýfæddur Kani gat vænzt þess að verða 79 ára 2014, 78,6 ára 2015 og 78,5 ára 2016. Ef ævilíkurnar verða enn lægri 2017 eins og við er að búast m.a. vegna þess að 72.000 Bandaríkjamenn létust þá vegna of stórra lyfjaskammta, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöld að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð, 2014-2017. Aukin tíðni lifrarsjúkdóma af völdum drykkjuskapar og fjölgun sjálfsvíga leggjast á sömu sveif. Rót vandans virðist mega rekja til misskiptingar tekna, auðs og menntunar. Fjöldi dauðsfalla í örvæntingu (vegna of stórra skammta, lifrarskemmda og sjálfsvíga) stendur í öfugu hlutfalli við menntun og í beinu sambandi við kjörfylgi Trumps Bandaríkjaforseta 2016 sýslu fyrir sýslu. Þetta er vert að hugleiða frekar en að hælast um af verðbréfavísitölum vestra sem sigla nú með himinskautum.Frá Ameríku til Íslands Hinn 6. október nk. verður þess minnzt að tíu ár verða þá liðin frá hruni bankanna hér heima. Prófessorarnir Gylfi Zoëga í Háskóla Íslands og Robert Aliber í Háskólanum í Chicago gengust fyrir ráðstefnu um bankahrunið og eftirdrunur þess í Háskóla Íslands fyrir skömmu með sérfræðingum víðs vegar að og búast til að birta fyrirlestra þeirra á bók. Þar verður ýmsan fróðleik að finna. Fróðlegt er að bera upprisu Íslands úr rústum hrunsins við upprisu Bandaríkjanna. Níu þúsund íslenzkar fjölskyldur misstu heimili sín eftir hrun. Það er svipuð tala og í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Húsnæðismissirinn hefði orðið mun meiri hefðu stjórnvöld ekki greitt fyrir sértækri skuldaaðlögun (110% leiðin). Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenzkra heimila var lægri 2016 en 2007 og 2008 (Hagstofan á eftir að birta tölur fyrir 2017). Kaupmáttur launa var ívið fljótari að jafna sig og mældist fimmtungi meiri 2017 en 2007. Það tók heimilin því að jafnaði upp undir áratug að rétta úr kútnum eftir hrun líkt og í Bandaríkjunum og í fjármálakreppum víðs vegar um heiminn langt aftur í tímann. Atvinnuleysi á Íslandi jókst úr 2% af mannafla 2007 í tæp 8% 2010 líkt og í Bandaríkjunum. Svo er eitt enn. Frá aldmótum til 2012 lengdist meðalævi Íslendinga jafnt og þétt um tæpa 3 mánuði á ári. Nokkru eftir hrun hætti meðalævi Íslendinga að lengjast skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Nýfæddur Íslendingur gat vænzt þess að verða 82,4 ára 2012 og einnig 2016. Ekki er vitað hversu miklu dauðsföll í örvæntingu valda um þessa fordæmalausu stöðnun. Vitað er þó að slíkum dauðsföllum hefur fjölgað hratt síðustu ár. Þau voru 30 í fyrra skv. upplýsingum landlæknisembættisins eða rösklega helmingi færri en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Efnahags- og heilbrigðisafleiðingum hrunsins svipar því saman að ýmsu leyti í löndunum tveim.Tvíþætt uppgjör hrunsins Bandaríkjamenn finna margir sárlega til þess að uppgjöri þeirra við fjármálahremmingarnar sem hófust þar 2007 hefur verið áfátt. New York Times birti um síðustu helgi aukablað með tíu tölusettum breiðsíðum um málið. Lokasíðan, jafnstór og heil opna í Fréttablaðinu, bar yfirskriftina „Forstjórarnir á Wall Street sem fengu fangelsisdóma“. Síðan er auð. Enginn bankastjóri var ákærður fyrir meint lögbrot. Bankastjórarnir virtust hafnir yfir lög þótt einn og einn lágt settur bankamaður fengi dóm. Forsetar Bandaríkjanna eru þó ekki hafnir yfir lög eins og dæmi Nixons forseta 1969-1974 sýnir og dæmi Trumps forseta á e.t.v. eftir að staðfesta ef yfirstandandi rannsókn á meintum lögbrotum hans leiðir til ákæru og sakfellingar. Bandaríkin hafa því rétt úr kútnum í efnahagslegu tilliti þótt mikið vanti upp á fullan bata eins og staðnaðar tekjur og styttri ævir sýna. Svipaða sögu er að segja um Ísland. Efnahagslífið hefur rétt úr kútnum með því að kaupmáttur heimilanna hefur náð sér á strik, en ævir Íslendinga eru hættar að lengjast. Mörg sár hrunsins eru ógróin enn. Stjórnmálalegt uppgjör hrunsins hefur ekki enn farið fram. Hæstiréttur hefur að vísu dæmt 39 manns til næstum 100 ára fangelsisvistar samanlagt vegna lögbrota í tengslum við hrunið, en mestmegnis voru það millistjórnendur sem fengu dóma meðan stórlaxar sluppu. Meint lögbrot í Seðlabankanum 6. október 2008 – Kaupþingslánið skv. birtu símtali bankastjórans og forsætisráðherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuð nema rannsókn málsins verði hafin fyrir þann tíma til að girða fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift að fjalla um málið.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun