Þetta eru þjóðirnar átján sem hafa farið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu eru á leið niður FIFA-listann eftir tvö stór töp í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30
Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30
Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00