Þetta eru þjóðirnar átján sem hafa farið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu eru á leið niður FIFA-listann eftir tvö stór töp í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30
Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30
Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00