Íslenska karlalandsliðið hrynur á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann. EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira