Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2018 11:23 Ráðstefnusalur á hótelinu í Nuuk á Grænlandi. Hotel Hans Egede Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis. Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis vegna gagnrýni þingmanns um óhóflegan kostnað. Þar segir jafnframt að aðeins eitt hótel sé í Nuuk, Hotel Hans Egede. Hótelið er, samkvæmt svarinu, mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. „Af hálfu Alþingis sóttu sjö þingmenn og einn starfsmaður fundinn eins og venja er um fundi Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eiga sæti í fimm nefndum ráðsins: Tveir sitja í forsætisnefnd, tveir í sjálfbærninefnd, einn í velferðarnefnd, einn í hagvaxtar- og þróunarnefnd og einn í þekkingar- og menningarnefnd,“ segir á vef Alþingis. Einn þingmaður þurfti að dvelja tvo aukadaga í Nuuk vegna takmarkaðs framboðs á flugsætum. „Framboð á flugsætum á milli Reykjavíkur og Nuuk er takmarkað en einungis er flogið þar á milli þrisvar í viku. Flug var pantað með góðum fyrirvara en þó tókst ekki að tryggja öllum þátttakendum hentugustu flug með tilliti til tímasetningar fundarins.“Aldrei gist á flottara hóteli Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði alvarlegar athugasemdir við ferðina á dögunum í ræðustól Alþingis. „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins. „Ég verð að gera athugasemd við það að ég gisti á dýrasta hóteli sem ég hef nokkurn tímann gist á á ævinni. Það er meira en tvöfalt dýrara en nokkurt lúxushótel sem ég hef komist inn á,“ sagði þingmaðurinn. Fundurinn hefði aðeins verið haldinn í þeim tilgangi að samþykkja áður gerðar ályktanir og gera minniháttar breytingar á orðalagi.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/VilhelmFannst ferðin merkileg Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, upplifði fundinn og ferðina öðruvísi. „Guðmundur Ingi upplifði ferðina sem algjörlega tilgangslausa, á meðan mér fannst hún merkileg og mun vinna úr ýmsu sem ég fræddist um þar,“ sagði Kolbeinn. „Ég fundaði m.a. með fulltrúum Inuit Ataqatigiit í borgarstjórn Nuuk og m.a. borarstjóranum um ýmis mál sem tengjast Íslandi og Grænlandi, fiskveiðar, norðurslóðir og fleira. Sat fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á siglingaleiðir á norðurslóðum og hvernig það mun breyta stöðunni, m.a. fyrir Ísland. Nýtti lausan tíma til að heimsækja úrræði fyrir heimilislausa þar sem þeir geta komið og stundað vinnu, en ég mun eiga samtöl við fulltrúa VG í borgarstjórn um það og ræða við félagsmálaráðherra. Ég bauð Guðmundi Inga reyndar með í þá heimsókn, en hann afþakkaði.“ Hann sagðist þó sammála Guðmundi að alþingi þyrfti að sýna ráðdeild varðandi kostnað og gistingu. „Það er þó varla úr ótal kostum að velja í Nuuk þegar 150 manna ráðstefna er í bænum. Að hætta þátttöku í alþjóðlegu starfi er hins vegar ekki svarið að mínu mati.“Kostnaður við fundi Norðurlandaráðs 17 milljónir 2017 Reglulegir fundir Norðurlandaráðs eru haldnir fimm sinnum á ári: Janúarfundir, vorþing í apríl, sumarfundir í júní, septemberfundir, Norðurlandaráðsþing í lok október eða byrjun nóvember og loks fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í desember. Kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á síðasta ári var tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs. Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, segir í tilkynningu á vef Alþingis.
Alþingi Grænland Norðurslóðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira