Sókn á sviði menntunar Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 21. september 2018 14:20 Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið skipar sérstakan sess í huga kennara og annarra stétta sem starfa með börnum og ungmennum í skóla- og frístundastarfi. Börn flykkjast í skólann sinn, starfið fer af stað með tilheyrandi annríki og eftirvæntingu, púsla þarf saman skóla- og frístundastarfi, mynda tengsl og byggja brýr. Þetta haust fer vel af stað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en á sviðinu fer fram menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga. Nemendum fjölgar verulega sem stefna á kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum, og það fjölgaði á námsleiðum fyrir fólk með fjölbreytta menntun að baki sem vill bæta við sig kennsluréttindum auk þess sem kennarar og annað fagfólk sækir til okkar í starfs- og diplómanám. Breytingar á kennaranámi Þrátt aukna aðsókn í kennaranám er mikilvægt að fjölga nemendum enn frekar. Alvarlegur skortur á leikskólakennurum er um land allt og ekki hefur verið eðlileg nýliðun í hópi grunnskólakennara landsins. Undanfarnar vikur greini ég mikla samstöðu meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi kennaramenntunar og nauðsyn þess að finna leiðir til að styðja við nemendur í kennaranámi. Á Menntavísindasviði höldum við áfram að þróa og efla námið í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Nú í haust hófst nám í fjórum nýjum deildum, sem bjóða upp á fjölbreyttar leiðir til kennsluréttinda. Ný deildarskipting endurspeglar betur heildstæða sýn á menntun og mikilvægi þess að fjölbreyttar fagstéttir taki höndum saman um velferð og vöxt barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi. Þá hafa opnast fleiri dyr fyrir þrepaskipt nám, sveigjanlegt nám, styttri námsleiðir og nám með starfi. Samhliða þessum nýjungum teljum við mikilvægt að koma á samstarfi milli háskóla og sveitarfélaga um markvissan stuðning við nýútskrifaða kennara. Sterk tengsl við vettvang og samfélag Hlutverk Menntavísindasviðs er að undirbúa fagfólk til starfa í menntakerfinu og að standa fyrir rannsóknum sem renna stoðum undir menntakerfi framtíðarinnar. Rík áhersla er lögð á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og að nemendur fari í starfsþjálfun í skóla, félagsmiðstöðvar og aðrar stofnanir samfélagins. Á vettvangi gefst ómetanlegt tækifæri fyrir nemendur að kynnast daglegu starfi og láta reyna á hæfni sína og þekkingu undir handleiðslu leiðsagnarkennara. Reynt fagfólk á sviði menntunar, gjarnan með áratuga starfsreynslu, stundar framhaldsnám við sviðið til að þróa og dýpka starf sitt og þekkingu. Það kemur inn með ómetanlegt sjónarhorn og Menntavísindasvið væri fátækt án þeirra. Það er dýrmætt fyrir háskólastofnun að vera í jafn þéttum tengslum við starfandi fagstéttir. Markmið okkar á næstu misserum er að auka framboð á námi sem kennarar og aðrir fagaðilar geta nýtt sér til starfsþróunar. Þá eru fjölmörg rannsóknar- og þróunarverkefni í gangi þar sem fræðimenn starfa með kennurum og fagfólki að innleiðingu nýrra starfshátta. Stöndum saman um menntakerfið Við stöndum frammi fyrir margvíslegum áskorunum í samfélaginu í dag. Umhverfisbreytingar af völdum hnattrænnar hlýnunar kalla á gjörbreyttar lífsvenjur; fjórða iðnbyltingin, sem þegar hefur hafið innreið sína, mun móta nýja atvinnuhætti og hefur þegar kollvarpað samskiptaformi okkar; alvarlegar áskoranir í heimsmálum, s.s. efnahagslegur óstöðugleiki, ófriður og aukinn fjöldi flóttamanna, krefjast ábyrgrar þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Alhliða menntun sem felur í sér „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“, líkt og Stephan G. orðaði það, er grundvöllur þess að unga fólkið okkar hafi forsendur til að takast á við þessi mikilvægu lífsverkefni. Stöndum saman um menntun barnanna okkar, hvetjum þá til dáða sem ákveða að helga sig kennslu og menntastörfum og styðjum við starfsumhverfi starfsfólks og barna í skóla- og frístundastarfi. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar