Sprengdu átta kílóa sprengju í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. september 2018 20:45 Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira