Tvö mörk á fimm sekúndum eftir breyttan dóm og trylltar lokasekúndur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2018 16:15 Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn í Víkinni. mynd/skjáskot Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira