Sjáðu Joaquin Phoenix í trúðagervi Jókersins Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:55 Joaquin Phoenix sem Arthur Fleck. Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter
Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31