Sjáðu Joaquin Phoenix í trúðagervi Jókersins Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:55 Joaquin Phoenix sem Arthur Fleck. Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Todd Phillips birti í dag myndband af leikaranum Joaquin Phoenix í trúðagervi vegna myndarinnar Joker. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október á næsta ári en hún mun segja frá því hvernig grínistinn Arthur Fleck verður að illmenninu Jóker, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins.Þeir sem ekki vilja lesa getgátur um mögulegan söguþráð myndarinnar ættu að hætta lestri.via GIPHYBirt var mynd af Joaquin Phoenix án trúðagervisins fyrr í vikunni en nú hefur verið bætt úr því. Phillips setti myndband á Twitter sem var sagt myndavélapróf fyrir myndina. Þar sést Phoenix fremur venjulegur í útliti en eftir því sem lengra líður á myndbandið sést hann í gervi Jókersins.Repost from #toddphillips1:Camera test (w/ sound). Joker. pic.twitter.com/R9W2QqKwNS— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) September 21, 2018 Lagið Laughing með hljómsveitinni The Guess Who heyrist á meðan.Lítið er vitað um söguþráð myndarinnar en því er haldið fram að Phoenix eigi að leika grínista sem er að reyna að koma sér á framfæri í Gotham-borg. Hann stendur fremur höllum fæti í þeim bransa og er sagður fara yfir um eftir að spjallþáttastjórnandi, sem Robert De Niro er sagður eiga að leika, gerir lítið úr honum. Er talið að myndin sæki innblástur í aðra mynd sem Robert De Niro lék í, The King of Comedy.Aðrir vilja meina að myndin muni byggja á myndasögunni The Killing Joke, sem segir frá uppruna Jókersins. Í þeirri sögu er maðurinn sem verður að Jókernum sagður eiga erfitt uppdráttar sem grínisti. Konan hans fer að lokum frá honum og afmyndast hann í andliti í misheppnuðu ráni.Joaquin Phoenix í trúðagervinu.Twitter
Tengdar fréttir Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Virðist eiga eftir að verða afar óhefðbundin. 18. september 2018 20:31
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein